138. löggjafarþing — 18. fundur,  3. nóv. 2009.

dómstólar.

100. mál
[15:37]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. dómsmálaráðherra fyrir þessi svör. Mér þóttu þau góð og málefnaleg og á von á því að málið fái faglega umfjöllun innan allsherjarnefndar. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að við getum náð fram hagræðingu innan kerfisins. Í staðinn fyrir að vera að flytja héraðsdómara á milli dómstóla sé í rauninni mun einfaldara að flytja einstök mál, eins og mætti t.d. gera varðandi útivistarmál, þannig að menn væru ekki að keyra vitni eða sakborninga landshluta á milli. Sama má segja um lækkun á ferðakostnaði vegna þess að auðvitað þurfum við að reyna að ná honum fram. Ég tel að hægt sé að ná þessu fram innan núverandi kerfis. En mér þykir gott að heyra að dómsmálaráðherra veit af þessum sjónarmiðum og muni taka tillit til þeirra í umræðunni.