138. löggjafarþing — 18. fundur,  3. nóv. 2009.

dómstólar.

100. mál
[18:00]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil árétta það að í þessu erindi dómstólaráðs kemur ekki fram ákvörðun um að sameina dómstóla á Norðurlandi heldur er þeim möguleika velt upp. Þó er það þannig að gert er ráð fyrir einum héraðsdómstól með sjö til átta starfsstöðvum, jafnvel er gert ráð fyrir að hafa átta starfsstöðvar. Þetta vildi ég árétta.