138. löggjafarþing — 18. fundur,  3. nóv. 2009.

dómstólar.

100. mál
[18:03]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get sent allsherjarnefnd upplýsingar um hvernig álagi er misskipt milli dómstóla, en eins og ég kom inn á hér fyrr í dag þá má ekki gera það að algjöru aðalatriði. Það skiptir þó máli vegna þess að mismunur á milli dómara getur hlaupið á einhverjum tugum mála á ári og það er töluvert. Það liggur t.d. fyrir að á Suðurlandi og á Reykjanesi og í Reykjavík er umtalsvert meiri málafjöldi á hvern dómara en t.d. á dómara á Vestfjörðum eða Norðurlandi vestra. En eins og ég segi, það má ekki heldur draga algildan sannleik út úr þessum tölum.