138. löggjafarþing — 18. fundur,  3. nóv. 2009.

dómstólar.

100. mál
[18:04]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir þessi svör, en jafnframt minnast á annað atriði sem fram kom í ræðu ráðherrans og það var varðandi þinghárnar. Nú háttar þannig til hér á Íslandi að sum svæði landsins eru einangraðri vegna lélegra samgangna en önnur. Ég get t.d. nefnt Patreksfjörð — héraðsdómur Vestfjarða yrði þá væntanlega þeirra dómstóll án þess að þinghá væri á Patreksfirði — og jafnframt Vestmannaeyjar og Hornafjörð. Ég sé ekki sparnaðinn sem liggur í þessu vegna þess að það að flytja einn dómara ásamt ritara á þinghá til þess að halda þar dómþing, á móti þeim kostnaði að færa öll vitni auk sakbornings eða málsaðila á þann sama stað — það orkar tvímælis, a.m.k. í opinberu málunum, (Forseti hringir.) hvort raunveruleg hagræðing verði af því.