138. löggjafarþing — 18. fundur,  3. nóv. 2009.

kosningar til Alþingis.

102. mál
[19:50]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla að vera stuttorður. Það er áhugavert að heyra hér a.m.k. einn stuðningsmann frumvarpsins tala í þessari umræðu. Það kann að vera að þeir verði fleiri síðar.

Af því að hv. þm. Róbert Marshall spurði í lok ræðu sinnar hvaða skaði gæti verið af því að gera þessa tilraun núna spyr ég: Sveitarstjórnarkosningar eru núna eftir átta mánuði, liggur lífið á að klára þetta mál fyrir þær sveitarstjórnarkosningar að mati hv. þingmanns? Telur hann að þetta mál sé svo brýnt, að auka persónukjör í sveitarstjórnarkosningum, að það verði bara að klára þetta núna? Hvaða þjóðfélagslega nauðsyn er til þess að klára þetta mál til þess að breyta kosningum til sveitarstjórna?