138. löggjafarþing — 19. fundur,  4. nóv. 2009.

störf án staðsetningar.

34. mál
[14:15]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Hæstv. forsætisráðherra hefði ekki þurft að nota fimm mínútur til þess að svara spurningu hv. þm. Birkis Jóns Jónssonar. Hún hefði bara getað svarað með einni setningu: Það hefur ekkert orðið úr þessu verkefni. (Utanrrh.: Það er ekki rétt.) Ekki neitt. Að vísu hafa verið skrifaðar skýrslur, það hafa verið stofnaðar nefndir, menn hafa ýtt pappírum fram og til baka í stjórnkerfinu — en niðurstaðan er engin. Og þetta er, því miður, það sem einkennir hennar ágæta flokk, Samfylkinguna. Það eru fögur fyrirheit, mikil loforð, síðan eru menn auðvitað mjög góðir í því í Samfylkingunni að búa til nefndir og pappírsfargan í kringum hlutina, en niðurstaðan er bara núll. Samfylkingin fer í þessu máli fram í tvennum kosningum (Forseti hringir.) og skilar engu af því sem lofað er.