138. löggjafarþing — 19. fundur,  4. nóv. 2009.

ný samgöngumiðstöð í Reykjavík.

38. mál
[15:42]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil blanda mér inn í umræðu um flugvöll í Reykjavík og þakka fyrirspyrjanda fyrir þessa fyrirspurn. Það er algjörlega klárt af minni hálfu að ef það er þverpólitísk samstaða í Reykjavíkurborg um að flugvöllurinn færist í áföngum af þessu svæði eru menn líka að gefa það út að menn séu ekki tilbúnir til þess að Reykjavík verði áfram höfuðborg landsins. Það er verið að lýsa stríði á landsbyggðina og ekkert annað. Við erum búin að bíða eftir þessu í óvissu í fjölda ára og nú verður að fara að liggja fyrir hvort þessi samgöngumiðstöð á að þjóna flugi til lengri tíma eða ekki. Ég hef vissar áhyggjur af því að þessi minnkun á samgöngumiðstöðinni þýði að menn séu að gefa þessi skilaboð og hef lýst því yfir að ég hef áhyggjur af því. En ég treysti því að samgönguráðherra fylgi þessu máli eftir og menn endurskoði hug sinn í borgarstjórn Reykjavík og sýni skynsemi.