138. löggjafarþing — 20. fundur,  5. nóv. 2009.

tilkynning um dagskrá og tilhögun þingfundar.

[10:31]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Um klukkan hálftvö í dag, að loknu hádegishléi, fer fram umræða utan dagskrár um álversuppbyggingu á Bakka við Húsavík. Málshefjandi er hv. þm. Höskuldur Þórhallsson. Hæstv. iðnaðarráðherra Katrín Júlíusdóttir verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.

Um þinghaldið í dag vill forseti taka fram að ráðgert er að hafa atkvæðagreiðslu um 2. dagskrármálið, nauðungarsölu, að loknu hádegishléi, kl. hálftvö á undan utandagskrárumræðu um álversuppbyggingu á Bakka við Húsavík.