138. löggjafarþing — 20. fundur,  5. nóv. 2009.

persónukjör.

[10:50]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Það er ekki eins og þetta mál sé að koma fyrst fram núna á þessu þingi. Ég held að það sé frá því snemma á þessu ári, þá settust flokkarnir yfir þetta allir, ekki bara stjórnarflokkarnir. Allir flokkarnir settust yfir þetta mál um persónukjörið þannig að menn hafa haft nægan tíma til þess að ræða þetta mál.

Ég er sammála hv. þingmanni um að við erum að brenna inni með tíma og ítreka bara það sem ég sagði að ég tel afar mikilvægt að nefndin afgreiði þetta mál, við fáum niðurstöðu og þetta fari í atkvæðagreiðslu hér á þinginu.