138. löggjafarþing — 20. fundur,  5. nóv. 2009.

vörumerki.

46. mál
[16:15]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég er á nefndarálitinu með meiri hlutanum í þessu máli en ég gat ekki orða bundist eftir að hafa hlustað á ræðu hv. þm. Magnúsar Orra Schram þar sem ræðan fór meira og minna út í stuðning við ESB-aðild og ég vil að það liggi algerlega fyrir að í þessu nefndaráliti kemur hvergi fram stuðningur við ESB-aðild, enda hefði ég aldrei skrifað undir þess konar nefndarálit. Hins vegar held ég að það sé alveg skýrt eftir þessa ræðu hvar hugur hv. þingmanns liggur. Ég vildi bara koma þessari ábendingu á framfæri og ég þakka frú forseta fyrir að leyfa mér að koma inn á milli og ég hlakka til að hlusta á aðra ræður hér.