138. löggjafarþing — 20. fundur,  5. nóv. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

70. mál
[17:37]
Horfa

Anna Pála Sverrisdóttir (Sf):

Frú forseti. Mig langar að tala um gæði í lagasetningu sem vitað er að hafa því miður verið verri hjá Alþingi Íslendinga en t.d. hjá þjóðþingum annarra Norðurlanda, samanber skýrslu umboðsmanns Alþingis. Það er grundvallarkrafa sem maður hlýtur að gera til settra laga frá Alþingi að lögin séu skýr, þ.e. fólk á að geta lesið rétt sinn og skyldu úr þeim. Og þá víkur sögunni að því frumvarpi sem hér er til umræðu. En þar segir, með leyfi hæstv. forseta:

„Einnig skal gætt að kynjahlutföllum í stjórnum annarra hlutafélaga.“

(Forseti (SVÓ): Forseti vekur athygli hv. þingmanns á því að hér er verið að ræða 6. dagskrármál, hlutafélög og einkahlutafélög, en ég hygg að ræða hv. þingmanns varði 7. dagskrármálið.)

Það er rétt, frú forseti, og ég held að ég fresti þá þessum málflutningi þangað til rétt mál er á dagskrá og bið þingheim afsökunar á þessum bægslagangi.