138. löggjafarþing — 20. fundur,  5. nóv. 2009.

vextir og verðtrygging.

12. mál
[19:20]
Horfa

Flm. (Eygló Harðardóttir) (F):

Frú forseti. Ég þakka kærlega fyrir þessa umræðu, hún vekur mér svo sannarlega von í brjósti um að við séum að stíga fyrsta skrefið í átt að því að afnema verðtryggingu í íslensku efnahagslífi. Ég hlakka til að vinna að málinu áfram innan viðskiptanefndar og svo í framhaldi af umræðunni, eins og ég sagði í upphafi framsögu minnar, þá vísa ég þessu máli til meðhöndlunar þar í traustar hendur formannsins, Lilju Mósesdóttur.