138. löggjafarþing — 21. fundur,  6. nóv. 2009.

heilbrigðisstarfsmenn.

116. mál
[11:58]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Guðlaugi Þór Þórðarsyni fyrir þetta sem ég vil frekar kalla meðsvar en andsvar. Af orðum hans má ætla, þar sem hann á sæti í hv. heilbrigðisnefnd, að nokkuð góð sátt muni nást um að vinna þetta mál þar áfram — það er rétt sem hv. þingmaður sagði, það er komið að því að ljúka því. Vinnslan hefur verið nokkuð mikil. Borist hafa ítarlegar umsagnir og munu væntanlega gera aftur núna miðað við þær breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu. En það væri ánægjulegt ef hægt væri að ljúka þessu sem fyrst á þessu þingi.