138. löggjafarþing — 22. fundur,  10. nóv. 2009.

varamaður tekur þingsæti.

[13:31]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Borist hefur bréf frá Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, 3. þm. Suðvest., um að hún verði í fæðingarorlofi næstu vikur og geti ekki sótt þingfundi á meðan. 1. varamaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í kjördæminu, Ólafur Þór Gunnarsson, tekur sæti á Alþingi í dag. Kjörbréf Ólafs Þórs Gunnarssonar hefur verið rannsakað og samþykkt en hann hefur ekki tekið áður sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni samkvæmt 2. gr. þingskapa.

 

[Ólafur Þór Gunnarsson, 3. þm. Suðvest., undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni.]