138. löggjafarþing — 22. fundur,  10. nóv. 2009.

vörumerki.

46. mál
[14:12]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég ætlaði að skýra afstöðu okkar til þessa máls, en við sjálfstæðismenn höfum yfirgefið hér salinn vegna þess að við fáum ekki að taka þátt í umræðu um fundarstjórn forseta. (ÓÞ: Það eru þingspjöll hvernig þið hagið ykkur.) Virðulegi forseti, ég legg því til að forseti leyfi þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að nýta þann sjálfsagða rétt sem menn eiga sem kjörnir þingmenn að taka hér þátt í umræðu um fundarstjórn forseta.

(Forseti (ÁRJ): Hér stendur yfir atkvæðagreiðsla.)