138. löggjafarþing — 22. fundur,  10. nóv. 2009.

fundarstjórnarumræða og dagskrá fundarins.

[14:34]
Horfa

Róbert Marshall (Sf):

Virðulegur forseti. Ég kveð mér hljóðs undir þessum lið vegna þess að það kom skýrt fram í máli hv. þm. Illuga Gunnarssonar, þingflokksformanns sjálfstæðismanna, hvert erindi þeirra var í þessa umræðu. Enginn þeirra sem hér hefur talað undir þessum lið hefur haft neitt annað fram að færa, þannig að strax var brugðist við því umræðuefni sem var tilefni þess að menn kváðu sér hljóðs. (Gripið fram í.) Það er ágætt að hafa það í huga — [Frammíköll í þingsal.] Má ég klára? — Það er ágætt að hafa það í huga næst þegar sjálfstæðismenn rjúka á dyr til þess að birtast síðan 10 sekúndum seinna hinum megin til að fylgjast með viðbrögðunum við því.