138. löggjafarþing — 22. fundur,  10. nóv. 2009.

samningsveð.

7. mál
[18:12]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að láta mig vita að þessu var ekki beint til mín persónulega, enda hafði ég svo sem ekki af því miklar áhyggjur. Eins og ég sagði í ræðu minni mun ég beita mér fyrir því, og ég get gefið þingmanninum mitt orð fyrir því, að þetta mál fái góða skoðun í þinginu. Ég treysti mér ekki til að gefa afdráttarlaust út þá yfirlýsingu að ég styðji málið til enda en eins og ég sagði áðan, ég tel að okkur beri skylda til að skoða þessa hugmynd sem og aðrar til lausnar þeim vanda sem heimilin í landinu standa frammi fyrir. Okkur ber skylda til þess.