138. löggjafarþing — 22. fundur,  10. nóv. 2009.

skilaskylda á ferskum matvörum.

22. mál
[20:41]
Horfa

Flm. (Einar K. Guðfinnsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka þær góðu undirtektir sem málið hefur fengið. Ég trúi því að skapast geti um það pólitísk samstaða að setja á laggirnar nefnd af þessu taginu. Ég trúi því ekki að þrátt fyrir að tillaga þessi sé flutt af þingmönnum úr stjórnarandstöðu láti menn það bögglast fyrir sér við afgreiðslu þessa máls. Þetta er sanngirnismál, þetta er réttlætismál, þetta er mál sem mun styðja við bakið á íslenskum framleiðsluiðnaði og ég trúi ekki öðru en takast muni pólitísk samstaða um að afgreiða þetta mál og fela hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra að móta reglur um skilaskylduna sem er svo mikið hagsmunamál fyrir framleiðendur og ekki síður fyrir neytendur í landinu.