138. löggjafarþing — 23. fundur,  11. nóv. 2009.

jöfnunarsjóður íþróttamála.

105. mál
[14:58]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmönnum og hv. fyrirspyrjanda fyrir umræðuna. Þetta fer nú að jafnast á við eina utandagskrárumræðu sem sýnir bara að hv. þingmenn eru áhugasamir um málið sem er gott og það er gott að finna þá samstöðu sem ríkir í salnum um þennan góða sjóð. Það er líka gott að finna þær raddir sem hér eru á lofti um að forgangsraða eigi í þágu barna og ungmenna þegar kemur að úthlutun úr sjóðnum og þeirri umræðu verður sjálfsögðu komið til skila. En að öðru leyti ætla ég ekki að hafa frekari orð um þetta en þakka fyrir umræðuna.