138. löggjafarþing — 23. fundur,  11. nóv. 2009.

svör ráðherra við fyrirspurn.

[18:28]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég velti því fyrir mér þegar ég hlustaði á ræðu hæstv. ráðherra hvaða varnir maður hefur, hvenær í dagskrá þingsins maður getur varið sig fyrir orðum eins og þeim að maður sé að misnota þingið, bara af því að maður spyr hæstv. ráðherra. Ég held að það sé kominn tími á að menn sýni í besta falli örlitla hógværð. En í rauninni ættu menn að bera það mikla virðingu fyrir sjálfum sér og þinginu að svara málefnalega þegar þeir eru spurðir.