138. löggjafarþing — 24. fundur,  12. nóv. 2009.

þjóðaratkvæðagreiðslur.

112. mál
[11:57]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir svör hennar. Ég vil segja það hér að ég hef ákveðnar efasemdir um Lýðræðisstofu. En það sem ég hjó eftir var að þessi kafli um Lýðræðisstofu ratar inn í nefndarálit utanríkismálanefndar en skilar sér síðan ekki í stjórnarfrumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ég er sammála hæstv. forsætisráðherra þegar hún talar um stjórnarskrárbreytingar og það þarf að binda þar ákveðna þætti inni. En það sem ég vakti fyrst og fremst máls á er hver rökin eru fyrir því að þetta ratar inn í nefndarálit utanríkismálanefndar en er ekki síðan í stjórnarfrumvarpi.

Ég er sammála því að nefndin taki þetta til skoðunar, bæði Lýðræðisstofu, athugasemdir og annað sem kemur fram í frumvarpi Hreyfingarinnar, og reyni með einhverjum hætti að samþætta þetta.