138. löggjafarþing — 24. fundur,  12. nóv. 2009.

þjóðaratkvæðagreiðslur.

112. mál
[15:01]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eitt atriði í ræðu hv. þm. Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur vakti mig til umhugsunar eða leiddi til þess að ég ákvað að veita andsvar. Það varðar hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild á byggða á þeim lögum sem gætu orðið til á grundvelli frumvarpsins sem hér liggur fyrir, þ.e. ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild.

Ég velti fyrir mér, ef maður reynir að skoða þessi mál í samhengi, hvort hv. þingmaður sjái fyrir sér að hér muni fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópusambandsaðild á þessu kjörtímabili að óbreyttri stjórnarskrá. Hvaða tímaröð sér hv. þingmaður fyrir sér í þessu sambandi?