138. löggjafarþing — 24. fundur,  12. nóv. 2009.

þjóðaratkvæðagreiðslur.

112. mál
[15:35]
Horfa

Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er gott að heyra að við höfum sömu ástina á lýðræðinu, ég og hv. þm. Birgir Ármannsson. Ég verð hins vegar verð að segja það sem mína skoðun vegna orða hans hér um efnahagsmálin að ég tel að þessi frumvörp, lýðræðisfrumvörp, eins og þjóðaratkvæðagreiðslur, persónukjör og stjórnlagaþing, sé partur af þeirri efnahagslegu endurreisn sem við þurfum að ganga í gegnum, Íslendingar. Við þurfum að taka upp ný vinnubrögð, við þurfum að tileinka okkur nýja hugsun gagnvart valdi. Þessi frumvörp eru öll órjúfanlegur þáttur í því að byggja upp nýtt Ísland á grundvelli nýrra vinnubragða og nýs lýðræðis.