138. löggjafarþing — 24. fundur,  12. nóv. 2009.

þjóðaratkvæðagreiðslur.

112. mál
[15:39]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður notar hér allar aðferðir til að ræða um ríkisstjórnina og efnahagsstefnu hennar. Á meðan ég hlustaði á hv. þingmann áðan, ég kom því ekki að áðan, var mér rétt þetta rit sem ber nafnið Raunhæf fjárlög og er gefið út af sjálfstæðismönnum. Þar er farið yfir ýmsar niðurskurðartillögur og ég vil nefna nokkur dæmi. Þar er talað um að leggja niður Landgræðslu ríkisins, Bændasamtök Íslands, Hagþjónustu landbúnaðarins, skera niður búvörusamninga, loka Náttúrufræðistofnun, loka Veðurstofunni og svona er þulið upp í þessu. Ef þetta er það sem hann vill ræða frekar en þjóðaratkvæðagreiðslur, þá segi ég nú bara: Guð hjálpi okkur!