138. löggjafarþing — 24. fundur,  12. nóv. 2009.

þjóðaratkvæðagreiðslur.

112. mál
[16:29]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég geri mér grein fyrir því sem hv. þingmaður ræðir um hvað varðar Evrópusambandið. Mér er meira umhugað um í augnablikinu lýðræðið á Íslandi og það lýðræði sem við erum að tala um í sölum Alþingis og lýðræði þjóðarinnar en að velta fyrir mér því hvað hugsanlega verður ef og þegar og kannski íslenska þjóðin samþykkir verðandi hugsanlegan samning um inngöngu í Evrópusambandið. Ég greiddi atkvæði með því að farið yrði í aðildarviðræður. Ég hef aldrei nokkurs staðar sagt að það já sé fortakslaust gegn einhverju sem mér ekki hugnast fyrir íslenska þjóð, hafi ég tækifæri þá til að skoða þann samning sem hugsanlega kannski kemur. Það verður að vera um hagsmuni íslenskrar þjóðar sem hún sjálf tekur ákvörðun um í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún segir já eða nei.