138. löggjafarþing — 24. fundur,  12. nóv. 2009.

stjórnlagaþing.

152. mál
[18:05]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þm. Ólínu Þorvarðardóttur fyrir ræðuna. Ég tek það fram að ég er ekki sammála öllu því sem hún sagði, en mér fannst hins vegar greinargerð hennar góð, hvernig hún bar saman það sem nú liggur fyrir og það sem kom fram hér í vor. Þetta er auðvitað að mörgu leyti verulega breytt mál frá því sem þá var og ég er að velta fyrir mér hvort ég skilji hv. þingmann rétt að hún telji að þetta mál sé þess eðlis að það eigi að bíða þangað til við getum breytt stjórnarskránni, væntanlega þá frá hennar sjónarmiði með það að markmiði að setja á fót stjórnlagaþing sem hefur raunverulegt stjórnskipunarlegt vald.