138. löggjafarþing — 24. fundur,  12. nóv. 2009.

stjórnlagaþing.

152. mál
[18:07]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég veit ekki hvort ég hef skilið hv. þm. Birgi Ármannsson rétt, en það sem ég er í raun og veru að segja er að ég tel það vera þess virði að vanda vel til verksins og gefa því þann tíma sem þarf. Þess vegna væri hægt að samþykkja hér frumvarp um stjórnlagaþing með raunverulegt stjórnarskrárvald og hefja ferilinn í tengslum við þær kosningar sem fram undan eru á næstu missirum, en að samþykki nýrrar stjórnarskrár geti beðið næstu alþingiskosninga.