138. löggjafarþing — 25. fundur,  13. nóv. 2009.

ummæli Mats Josefssons.

[10:38]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég átti nokkra fundi með Mats Josefsson og hann kvartaði mjög í upphafi yfir seinagangi í ákvörðunum. Þá var það í tíð fyrri ríkisstjórnar. Hann sagði að það vantaði mjög mikið upp á allar ákvarðanir, lagði fram ákveðin plön og eftir þeim var unnið. Það var farið miklu hraðar í endurreisn á bönkunum eftir þeim forsendum sem hann lagði upp með í upphafi þess að þessi ríkisstjórn kom að. Hann kvartaði yfir ákvarðanaleysi í síðustu ríkisstjórn. (BJJ: Gott að heyra það.) Ég held að það sé alveg ljóst (Gripið fram í.) að ef allrar sanngirni er gætt er það fordæmalaust að hægt sé að endurreisa heilt bankakerfi á rúmlega ári þar sem þrír bankar hrundu. Það fullyrði ég og vitna þar líka aftur í orð Flanagans eins og ég gerði áðan.