138. löggjafarþing — 25. fundur,  13. nóv. 2009.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[12:29]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Varðandi spurningar hv. þm. Ásbjörns Óttarssonar frábið ég mér dylgjur um að einstakir menn kaupi skip út á einhver væntanleg lög. Hitt er alveg rétt að Guðjón Arnar Kristjánsson, sá reyndi sjómaður, hefur unnið að tilteknum verkefnum innan ráðuneytisins tímabundið og gert það vel.

Varðandi síðan hverjir hafa leigurétt til þess að leigja þennan skötuselskvóta, er alveg rétt að það hafa allir til þess í sjálfu sér rétt til þess, það er opið fyrir alla, en auðvitað þurfa þeir þá að vera komnir niður fyrir ákveðið mark til þess að eiga möguleika á að fá þennan kvóta á leigu. Þeir verða að greiða fyrir hann og síðan verða þeir að veiða hann áður en þeir fá aftur viðbót. En það eru í sjálfu sér engir útilokaðir frá þessu sem á annað borð hafa rétt til atvinnuveiða.