138. löggjafarþing — 25. fundur,  13. nóv. 2009.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[12:37]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég kem fyrst og fremst hingað til að lýsa ánægju minni með það frumvarp sem hér hefur verið lagt fram af hæstv. sjávarútvegsráðherra. Ég tel að hér sé verið að gera bæði tímabærar og þarfar breytingar á ýmsum ágöllum sem verið hafa og eru á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi. Þetta eru breytingar sem hafa augljóslega það markmið fyrst og fremst að færa auknar tekjur í þjóðarbúið, auka við afla og gera fiskveiðistjórnarkerfið siðvæddara og heilbrigðara en raun hefur verið á. Ég lýsi yfir fullum stuðningi við áform hæstv. sjávarútvegsráðherra sem birtast í þessu frumvarpi.