138. löggjafarþing — 26. fundur,  16. nóv. 2009.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[20:47]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Eins og ég sagði áðan verður kveðið á um þetta atriði í reglugerð og þá verður það nánar útfært. Ég hef eiginlega meiri áhyggjur af mannréttindamálum varðandi sjávarútveg ef við breytum ekki neinu. Þá hef ég virkilega áhyggjur því við erum þó með álit frá mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna um að óbreytt fiskveiðistjórnarkerfi gengur ekki. Ég hef áhyggjur við breytum engu. Því voru strandveiðarnar opnun á því og þess vegna geta menn nefnt til viðbótar skötuselinn. Við verðum líka að hlusta á þau mannréttindi.

En um skötuselinn almennt bendi ég á, eins og hv. þingmaður minntist á, að búið er að veiða um 70% af útgefnum aflaheimildum í skötusel þó að liðnir séu tæpir þrír mánuðir af fiskveiðiárinu sem sýnir að hann er í mikilli útbreiðslu. Þetta er bráðabirgðaákvæði sem verið er að leggja til í lagafrumvarpinu og verður spennandi að sjá hvernig því vindur fram.