138. löggjafarþing — 26. fundur,  16. nóv. 2009.

yfirlýsing um fyrningu aflaheimilda.

8. mál
[22:35]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Má þá draga þá ályktun af málflutningi hv. þingmanns að boði ríkisstjórnin að hún muni fresta áformum um fyrningarleið eða hún feli ekki þessum starfshópi þau fyrirmæli að skoða hana sérstaklega, að með því sé forðað gjaldþroti fjölda sjávarútvegsfyrirtækja? Þá muni með þeirri yfirlýsingu fjöldi lánastofnana og lánveitendur fara að lána fyrirtækjum í sjávarútvegi og þá muni umfangsmiklum gjaldþrotum í sjávarútvegi með því einu vera forðað? Munu þá engin sjávarútvegsfyrirtæki fara á hausinn ef ríkisstjórnin tilkynnir að hún muni fresta þeim áætlunum sínum?