138. löggjafarþing — 27. fundur,  17. nóv. 2009.

skipulag þingstarfa.

[14:16]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti þakkar allar góðar ábendingar sem hafa borist um fundarstjórn og stjórn þingsins. Forseti vill geta þess að í upphafi þessa þingfundar var ekki ljóst hvort unnt yrði að hefja umræðu um Icesave á fimmtudaginn þar sem nefndarálit var ekki komið fram en nú hefur það verið upplýst úr forsetastóli að búið er að dreifa nefndaráliti meiri hlutans. Mun forseti leggja drög að því að Icesave-málið verði rætt á fimmtudaginn og hefur lagt áherslu á það við stjórnarandstöðuna að öll álit verði komin fram fyrir upphaf þeirrar umræðu. Á þessu sést hversu auðvelt er að skipuleggja umræður fram í tímann, það er háð ýmsum atriðum hvort hægt er að tilkynna umræðu um ákveðin mál. Það þarf að vera komið fram þingmál og málin þurfa sem sagt að vera komin fram.