138. löggjafarþing — 27. fundur,  17. nóv. 2009.

kjararáð.

195. mál
[15:43]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held af þessu tilefni að þá sé sjálfsagt að taka það fram að ég held að við búum að sterkum og sjálfstæðum dómstólum. Ég hef enga ástæðu til að hafa áhyggjur af öðru. Ég held að þeir eins og aðrir frammámenn í íslensku samfélagi hljóti að deila þeim kjörum sem eru með þjóðinni á hverjum tíma og efast um að við það séu nokkrar athugasemdir af hálfu dómstólanna eða það með nokkrum hætti rýri sjálfstæði þeirra sem er mikilvægt að standa vörð um.