138. löggjafarþing — 27. fundur,  17. nóv. 2009.

kjararáð.

195. mál
[15:44]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður virðist misskilja það sem ég er að fara. Við búum að góðum dómstólum, enginn skal efast um það, en það sem ég var að benda á er það að skírskotað var til þess að þau kjör sem dómendum væru tryggð væri einn af þeim efnisþáttum að dómstólarnir teldust sjálfstæðir þegar þeir eru sjálfstæðir í launum sínum eins og kjararáð sem er óháð stjórnsýslustofnun tekur ákvörðun um laun dómara. Ég er t.d. að vísa í fyrri ræðu mína sem ég flutti áðan. Er hv. þingmaður ekkert óttasleginn yfir að dómarar fari kannski að yfirgefa störf sín vegna þess hve launin hafa lækkað og vegna þess að það er kannski hægt að fá sambærilega atvinnu annars staðar á hærri launum og lægri sköttum? Það er þessi þáttur dómstólanna sem ég er hrædd um, að dómarar (Forseti hringir.) finni sig knúna til að leita sér að öðrum störfum vegna þeirrar (Forseti hringir.) álögu sem ríkisstjórnin er að leggja á þá.