138. löggjafarþing — 27. fundur,  17. nóv. 2009.

friðlýsing Skjálfandafljóts.

44. mál
[21:46]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka 1. flutningsmanni, hv. þm. Þuríði Backman, fyrir ræðuna. Ég ætla ekki að hafa neinar yfirlýsingar um þessa þingsályktunartillögu að svo komnu máli, ég á einfaldlega eftir að kynna mér nánar áhrif hennar og annað.

Mig langar að spyrja hv. þingmann einnar spurningar: Er það álit flutningsmanna að þessi tillaga eigi að ná fram að ganga áður en vinnu við rammaáætlun lýkur, þ.e. að það eigi ekki að bíða eftir rammaáætluninni, það eigi að fara í þessa friðun áður en rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma er kláruð?