138. löggjafarþing — 28. fundur,  18. nóv. 2009.

tilhögun þingfundar og tilkynning um dagskrá.

[12:01]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Forseti vill vekja athygli hv. þingmanna á því að fyrirspurnir verða til umræðu milli kl. 12.00 og 13.30 og því verður ekki gert matarhlé. Klukkan 13.30 hefst dagskrárliðurinn Störf þingsins.

Um kl. 2 í dag, að loknum Störfum þingsins, fer fram umræða utan dagskrár um fjárhagslega endurskipulagningu rekstrarhæfra fyrirtækja. Málshefjandi er hv. þm. Tryggvi Þór Herbertsson. Hæstv. fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.

Að lokinni utandagskrárumræðu verður fyrirspurnafundi fram haldið til kl. 4 en þá verður fundi frestað vegna þingflokksfunda milli kl. 4 og 6. Klukkan 6 heldur þingfundur áfram með þeim fyrirspurnum sem þá eru eftir.