138. löggjafarþing — 28. fundur,  18. nóv. 2009.

ein hjúskaparlög.

202. mál
[13:02]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir):

Virðulegi forseti. Eins og ég greindi frá erum við með til skoðunar norræn lög og vinnan er því byrjuð. Ég vil þó þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir fyrirspurnina því að hún gefur okkur vissulega tilefni til þess að einbeita okkur að þessu máli. Eins og hún bendir á er margt að gera og þess vegna eru svona áminningar þarfar.