138. löggjafarþing — 28. fundur,  18. nóv. 2009.

ferðasjóður Íþróttasambands Íslands.

143. mál
[15:14]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Frú forseti. Það er mikilvægt að halda þessari umræðu á lofti og þakka ég Birki Jóni Jónssyni, hv. þm. Norðaust., fyrir að gera svo. Það er merkilegt út af fyrir sig að fara um kjördæmin og tala t.d. við húsmæður, konur, hvar sem þær nú er að finna. Þær segja að það sé afskaplega mikilvægt að standa vörð um jafnrétti til náms og jafnrétti til kappleikja og halda þessu mjög á lofti. Ég vil því koma á framfæri þeim skilaboðum sem maður heyrir einna mest frá mæðrum landsins, frá konum þessa lands, þar sem maður fer um héruð, að þetta má ekki skera niður, þetta lýtur að hinum helstu mannréttindum barna um allt land. Þess vegna segi ég eins og góð móðir, við skulum ekki skera hér niður.