138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

tilkynning um dagskrá.

[10:32]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Tvær utandagskrárumræður fara fram í dag. Hin fyrri hefst um klukkan ellefu að loknum dagskrárliðnum Óundirbúinn fyrirspurnatími og er um framtíðaruppbyggingu á Vestfjarðavegi í kjölfar dóms Hæstaréttar. Málshefjandi er hv. þm. Einar K. Guðfinnsson. Hæstv. samgönguráðherra Kristján L. Möller verður til andsvara.

Hin síðari hefst klukkan hálftvö, að loknu hádegishléi, og er um flutning málefna fatlaðra til sveitarfélaga. Málshefjandi er hv. þm. Unnur Brá Konráðsdóttir. Hæstv. félagsmálaráðherra Árni Páll Árnason verður til andsvara.

Umræðurnar fara fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund.