138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

[11:10]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Frú forseti. Ég verð að fá að biðjast afsökunar á því að ég sit í þessu sæti þarna og það er stundum svolítið erfitt að komast fram hjá mér, sérstaklega þegar ég halla mér aftur á bak í sætinu. Hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þurfti því að fara út og inn um hliðardyr til þess að hann kæmist örugglega í sætið sitt. Ég held að það sé ágætt að hafa í huga fyrir alla þingmenn hér og ráðherra líka að það er dálítið þröngt hér í salnum þannig að stundum þurfum við að bregða okkur út fyrir til þess að komast annars staðar að og þá sérstaklega í sætin okkar. Ég held að það eigi ekki að trufla hæstv. forsætisráðherra því að hér eru hljóðnemar og svör ráðherrans berast ágætlega í hliðarherbergi. Spurning væri hvort hæstv. forsætisráðherra vildi koma hingað upp, með leyfi forseta, og svara spurningu hv. þm. Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar því að við viljum gjarnan fá að heyra svör hennar.