138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

2. umræða um Icesave og kvöldfundur.

[11:48]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Forseti upplýsir að það hefur þegar verið samþykkt, eins og hv. þingmönnum er kunnugt, að hafa kvöldfund í kvöld ef með þarf. Ég tel rétt að þingmenn geri ráð fyrir fundi fram á kvöldið en hversu lengi hann mun standa fer auðvitað eftir eðli umræðnanna. Það má meta það um kvöldmatarleytið og skoða þá málið nánar. Það er ómögulegt fyrir forseta að setja niður ákveðinn tíma núna. Forseti leggur til að við metum það hvernig umræðunni vindur fram í dag.