138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:01]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Forseta hefur borist bréf frá Gunnari Braga Sveinssyni, þingflokksformanni Framsóknarflokksins, dagsett 18. nóvember 2009, um að þingflokkur Framsóknarflokksins óski eftir því að ræðutími við 2. umr. þingmáls 76, Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, verði tvöfaldaður, sbr. 4. mgr. 55. gr. þingskapa, vegna mikilvægi málsins. Mun ræðutíminn því verða tvöfaldaður við 2. umr. málsins.