138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:44]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Guðbjartur Hannesson) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er mikið vanmat á þjóðum, bæði Hollendinga og Breta, sem hafa nánast daglega fylgst með umræðunni í þinginu, leitað eftir upplýsingum, (Gripið fram í.) þýtt þær og farið ... — Nei, ég er einfaldlega að skýra það að ekki hafi komið fram skýr vilji Alþingis til þessara þjóða. Það er ekki þannig. Ef hv. þingmaður gerir ráð fyrir því að Indriði Þorláksson hafi verið sá sem skýrði málið umfram það sem sagt var í þinginu held ég að það sé stórkostlegt ofmat á þeim manni. (Gripið fram í.) Ég er að tala um það sem kom fram í fyrirspurn hv. þingmanns um að þetta lýsti því að menn hefðu ekki viljað kannast við vilja Alþingis og farið með það. Það sem kom fram í fyrirspurninni hér var svar á fyrsta fundinum þar sem sátu 10 eða 12 aðilar og allir í fjárlaganefnd fengu tækifæri til að spyrja um málsmeðferð, gögn og annað slíkt. Það var farið yfir það allt saman (Forseti hringir.) ásamt þeim gögnum (Gripið fram í.) sem ég var að lýsa og þar var þessu öllu saman svarað auk þess sem var sérstakur kynningarfundur (Forseti hringir.) í ferli málsins með fjárlaganefnd þar sem málin voru skýrð.