138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:45]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Þór Saari) (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni lesturinn og ábendingarnar. Ég vil bæta við einni ábendingu. Það hefur ekki farið fram ítarleg úttekt af hlutlausum aðila á því hverjar skuldir hins opinbera og hverjar skuldir þjóðarbúsins eru. Skuldir hins opinbera á Íslandi, þ.e. það sem venjulega er kallað „general government“, þ.e. skuldir ríkissjóðs, skuldir sveitarfélaga, með Icesave, að viðbættum skuldum sem ríkisábyrgð er á, skuldir Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs, sem orðin er ástæða til að hafa áhyggjur af, að þessu meðtöldu eru skuldir hins opinbera ríflega 4.200 milljarðar, sem er u.þ.b. þreföld landsframleiðsla. Þetta er einsdæmi í heiminum að mínu viti.