138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:34]
Horfa

Forseti (Árni Þór Sigurðsson):

Forseti mun kanna hvort forsætisráðherra getur verið við þessa umræðu.

Forseti vill geta þess að á fundi forseta með formönnum þingflokka í dag var tekin um það ákvörðun af hálfu forseta að fundur stæði til miðnættis í samræmi við þá samþykkt sem gerð hafði verið fyrr á fundinum. Eftir því verður unnið.