138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:36]
Horfa

Forseti (Árni Þór Sigurðsson):

Forseti ítrekar að tekin hefur verið ákvörðun um að fundur standi eigi lengur en til miðnættis í dag og eftir því verður unnið. Það eru margir á mælendaskrá og augljóst að margir vilja koma sjónarmiðum sínum á framfæri á þessum fyrsta degi umræðunnar um þetta mál. Það er brýnt að þeir komi málflutningi sínum á framfæri sem fyrst.