138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:12]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Því er fljótsvarað: Nei, mér finnst fátt í þessu máli sanngjarnt. Hvað vextina varðar langar mig bara að leiðrétta hv. þingmann því að við erum ekki búin að samþykkja þennan viðauka og þar af leiðandi erum við ekki búin að samþykkja að greiða þessa vexti.

Hvað varðar ríkisstjórnina held ég að okkur skorti ekki bara trú á henni, ég held að það skorti aðallega trú hæstv. ríkisstjórnar á verkefninu. Ég held að þá trú hafi vantað og ríkisstjórnin hafi aldrei haft þá trú sem þurfti til þess að sannfæra aðra.