138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:49]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Það mætti skilja orð hv. þingmanns þannig að Bretar og Hollendingar hefðu náð saman og Íslendingar verið skildir eftir úti á köldum klaka.

Þá langar mig að spyrja hv. þingmann annars. Í 2. gr. stjórnarskrárinnar segir að dómendur fari með dómsvaldið. Í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir því að þegar íslenskir dómstólar hafi leitað til EFTA-dómstólsins hafi það álit verið ráðgefandi. Núna er ætlast til þess að það álit verði bindandi og ég spyr hv. þingmann: Telur hann að löggjafinn sjálfur geti bundið íslenska dómstóla og Hæstarétt með þeim hætti að álit EFTA-dómstólsins sem leitað yrði til yrði bindandi og Hæstiréttur Íslands og íslenskir dómstólar þyrftu að lúta því? Hvar er þá þrískipting valds, (Forseti hringir.) löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald, í íslenskri stjórnarskrá?