138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

atvinnustefna ríkisstjórnarinnar og skattahækkanir.

[14:05]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Breytingarnar í virðisaukaskattsmálum sem koma hér inn á borð til þingmanna innan vonandi bara klukkutíma eða í öllu falli í þessari viku eru alveg sérstaklega útfærðar þannig, þ.e. sú tekjuöflun sem virðisaukaskattinum er ætlað að skila, sem er nú annar stærsti tekjustofn ríkisins á eftir beinum sköttum — að matvælunum er hlíft við skattahækkunum. (Gripið fram í.) Það var gengið út frá því að ekki yrði hreyft við sköttum á undirstöðumatvælum heimilanna. Ég held að ekki verði sagt annað en að Ísland sé þar í nokkurri sérstöðu með einhverja lægstu óbeinu skattlagningu eða virðisaukaskattlagningu af því tagi sem þekkist á byggðu bóli. Þetta er eitt lægsta þrepið sem ég hef rekið augun í í virðisaukaskatti meðal OECD-ríkjanna. Þess njóta þá heimilin áfram að virðisaukaskattur á undirstöðumatvælin verður lágur.

Til þess að afla tekna þarf að bera einhvers staðar niður og það er gert annars vegar með því að færa vissar vörur aftur upp í 14% og hins vegar að hækka efra þrepið um 0,5%.

Hvað á ég erfiðast með í þessum skattbreytingum? Ja, það er auðvitað það sem bitnar á fjölskyldunum í landinu (Forseti hringir.) með beinum hætti. (Gripið fram í.) Helst hefði ég auðvitað viljað geta farið sem allra vægast í þá hluta málsins. Þetta er að mínu mati ekki það sem er ástæða (Forseti hringir.) til þess að vera mest andvaka yfir.